XyliMelts

XyliMelts eru litlar töflur sem loða við tennur, góm eða kinn og gefa frá sér xylitol (náttúrulega sykru) sem örvar munnvatnsflæði, kalsíum sem endurkalkar tennur og bíkarbónat sem hlutleysir sýrur í munninum.

Munnþurrkur á nóttunni getur verið sérstaklega óþægilegur þar sem sumir vakna reglulega yfir nóttina til að bleyta munninn. Þetta hefur mjög slæm áhrif á svefngæði sem getur haft víðtæk áhrif á almenna heilsu einstaklinga. XyliMelts eru hannaðar til að halda rakastigi stöðugu í svefni án þess að trufla þig. Þær loða mjúklega við góm og leysast upp hægt og örugglega á meðan þú sefur. Þetta hjálpar bæði til við að viðhalda svefngæðum en einnig til að forðast þynningu á slímhúð og varna gegn tannskemmdum.

A woman with short blonde hair drinking water from a clear ribbed glass.

Notkunarleiðbeiningar

1.Settu töfluna á tannhold, jaxl eða góm þannig að hvíta hliðin snúi að kinn.

2. Láttu tunguna staðsetja töfluna betur. Best er að taflan fái að vera kyrr í um 5 mínútur.

A woman with brown hair sleeping peacefully on her side in a white bathrobe, resting her head on a white pillow in a cozy bed with white sheets and a gray pillow in the background.

Munnþurrkur er þegar munnurinn framleiðir ekki nægilegt munnvatn til að halda honum rökum og þægilegum. Munnvatn gegnir ýmsum mikilvægum hlutverkum í líkamanum – það smyr munninn til að hindra núning, undirbýr fæðu fyrir kyngingu, byrjar fyrsta skref meltingar, hindrar bakteríur/sveppi og verndar tennur gegn sýrueyðingu og tannskemmdum.